Tilboðum tekið í 7.378 tonn af loðnu

Deila:

Fiskistofa hefur samþykkt tilboð í 7.378 tonn af loðnu á komandi vertíð. Greitt er fyrir heimildirnar með 1.220 tonnum af þorski innan lögsögu Íslands. Þetta er hluti af 5,3% heimildum ríkisins í loðnukvótanum miðað við 218.400 tonn eins og nú liggur fyrir.
Aðalsteinn Jónsson SU keypti 3.664 tonn, Jón Kjartansson SU, keypti 1.832 tonn hvort skip, Venus NS keypti 1.000 tonn,  Ísleifur VE keypti 500 tonn og Akurey AK 382 tonn.

Einnig voru í boði 266 tonn af úthafsrækju og 40,6 tonn af innfjarðarrækju, í Arnarfirði og í Djúpinu, 2,4 tonn af sæbjúga og 6,9 tonn af skel í Breiðasundi og Hvammsfirði. Suðurey VE keypti úthafsrækjuna, Egill ÍS keypti rækjuna í Arnarfirði, Halldór Sigurðsson ÍS keypti rækjuna í Djúpinu og Ebbi AK keypti heimildirnar í sæbjúga og skel. Eins og í loðnunni er greitt fyrir þessar heimildir með þorski.

Deila: