Tímabundnar breytingar hjá Eimskip

80
Deila:

Eimskip mun í byrjun apríl gera tímabundnar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins. Þessar breytingar eru hluti af þeim aðgerðum sem félagið ræðst í vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Nýja siglingakerfið mun veita sambærilega þjónustu og áður frá lykilhöfnum og verða með stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja.

Hér má finna nánari útlistun á breytingunum.

Í tengslum við þessar breytingar fækkar um tvö skip í rekstri og mun fyrirtækið skila Goðafossi og Laxfossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fastan rekstrarkostnað.

Nýja siglingakerfið mun formlega taka gildi í byrjun apríl.

Lykilatriði:

  • Tímabundnar breytingar á siglingakerfinu sem bjóða uppá sambærilega þjónustu og verið hefur frá lykilhöfnum
  • Stysti flutningstími frá meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja
  • Stysti flutningstími frá Íslandi til Bretlands, Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna
  • Stuttur flutningstími í útflutningi á ferskum og frystum sjávarafurðum frá Færeyjum til Bretlands og Rotterdam
  • Stuttur flutningstími frá Íslandi til Rotterdam og Bremerhaven
  • Þjónusta við ströndina á Íslandi verður veitt bæði með sjó- og landflutningum
  • Fækkað verður um tvö gámaskip í flotanum sem fer úr tíu í átta
  • Áhersla á rekstrarhagræðingu til að tryggja fjárhagslegan styrk félagsins

 

Um er að ræða tímabundið siglingakerfi sem Eimskip mun hafa í rekstri þar til samstarfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum ársfjórðungi 2020.

„Við núverandi aðstæður erum við sérstaklega meðvituð um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis á okkar lykilmörkuðum í Norður-Atlantshafi og í flutningakeðjum viðskiptavina okkar. Nýja siglingakerfið er tímabundin aðgerð í ljósi aðstæðna og ég er ánægður með að við munum viðhalda sterkri inn- og útflutnings þjónustu til og frá Íslandi og Færeyjum. Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja. Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum,“  segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.

 

 

Deila: