Tíu tilboðum tekið

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í október. Alls bárust 32 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 4 .gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021. Að þessu sinni var 10 tilboðum tekið.

Tæplega 20 fiskitegundir voru í boði, en tilboðin sem voru samþykkt voru í gullkarfa að langmestu leyti, 655 tonn. Akurey AK keypti mest, 450 tonn og lét í staðinn 204 tonn af þorski. Örvar SH tók 30 tonn, Saxhamar SH 15 og Sólberg ÓF 160 tonn. Særif SH tók 6 tonn af hlýra og Örvar SH 9 tonn og loks tók Fróði II ÁR 174 kíló af ýsu

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mikil aukning í fiskeldi fyrirsjáanleg

Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi ...

thumbnail
hover

Málefni hafsins til umræðu

Loftslagsmál, grænar orkulausnir, málefni hafsins og heilbrigðismál voru á meðal fundarefna á þriggja daga haustfundi embættismann...

thumbnail
hover

Lokaferð Halldórs

Halldór Nellett er nú í lokaferð sinni sem skipherra á varðskipinu Þór en skipið lét úr höfn í Reykjavík fyrir helgi. Þegar v...