-->

Tíu tilboðum tekið

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í október. Alls bárust 32 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 4 .gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021. Að þessu sinni var 10 tilboðum tekið.

Tæplega 20 fiskitegundir voru í boði, en tilboðin sem voru samþykkt voru í gullkarfa að langmestu leyti, 655 tonn. Akurey AK keypti mest, 450 tonn og lét í staðinn 204 tonn af þorski. Örvar SH tók 30 tonn, Saxhamar SH 15 og Sólberg ÓF 160 tonn. Særif SH tók 6 tonn af hlýra og Örvar SH 9 tonn og loks tók Fróði II ÁR 174 kíló af ýsu

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...