-->

Tjónið metið á 6-12 milljarða

Viðskiptabann Rússa á sjávarafurðir frá Íslandi hefur víðtæk og veruleg áhrif á afkomu íslensks sjávarútvegs og mörg byggðarlög, sem byggja á veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Falli veiðiréttur Íslands á þorski innan lögsögu Rússlands niður á þessu ári, veldur það  um tveggja milljarða tekjutapi. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu Reykjavik Economics um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni. Eftirfarandi punktar úr skýrslunni eru fengnir af heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ísland er meðal stærstu fiskveiðiríkja heims og það næst stærsta í NA-Atlantshafi
Íslenskt hagkerfi er mjög háð fiskveiðum
Frjáls viðskipti með sjávarafurðir skipta íslenskt hagkerfi mjög miklu máli
Um 40% af vöruútflutningi Íslands er til komið vegna útflutnings á sjávarafurðum
Mikilvægi viðskipta við Rússland
Löng og farsæl viðskiptasaga Íslands og Rússlands
Rússlandsmarkaður hefur lengi verið einn af mikilvægustu og verðmætustu mörkuðum Íslands og farið vaxandi síðustu ár
Aldrei hefur áður komið til truflunar á tvíhliða viðskiptum ríkjanna þrátt fyrir að upp hafi komið ágreiningur og áherslumunur í utanríkispólitík ríkjanna
Stærsti hluti útflutnings sjávarafurða til Rússlands er uppsjávartegundir (makríll, loðna og síld)
Mikil árangur hefur náðst í aukinni verðmætasköpun uppsjávarafurða með aukinni fjárfestingu í vinnslu til manneldis
Tekjur vegna útflutnings íslenskra sjávarafurða á Rússlandsmarkað námu  24 milljörðum íslenskra króna árið 2014 og er þetta annar verðmætasti markaður okkar
Efnahagsástand í Rússlandi
Þrengingar hafa verið í efnahagskerfi Rússlands undanfarin ár
Erfitt er að meta möguleg áhrif þessa, með tilliti til tvíhliðaviðskipta Íslands og Rússlands, og þá hvort og hve mikil áhrif verða á verð og eftirspurn á íslenskum sjávarafurðum í Rússlandi
Áhrif takmarkana á utanríkisviðskipti lítilla opinna hagkerfa
Hindranir á utanríkisviðskiptum koma sérstaklega illa niður á litlum og opnum hagkerfum eins og Íslandi
Stærri hagkerfi  þola mun betur takmarkanir á utanríkisviðskiptum þar sem þau eru með fjölbreyttari framleiðslu og stærri eigin markaði fyrir framleiðslu sína en minni og fábreyttari hagkerfi
Tjón vegna gagnaðgerða Rússlands kemur sérstaklega illa niður á íslenskt hagkerfi
Áætlað tjón þjóðarbúsins vegna þátttöku Íslands í viðskiptaaðgerðum gegn Rússlandi er metið á bilinu 6 – 12 milljarðar á ársgrundvelli. Tjónið samanstendur helst af því að:
–          tekjur af makríl afurðum, skv. tölum Hagstofu, hafa dregist saman um 11 ma.kr  milli 2015 og 2014
–          frystur loðnuhængur sem farið hefur til manneldis, einkum á Rússlandsmarkaði, gæti farið í bræðslu á 50%-60% lægri verðum. Á grunni útflutningsverðmæta árið 2014 samsvarar það um 2.7 milljarðar króna lækkun útflutningsverðmæta
–          mögulegt tap vegna „Smugusamnings“ (veiðiheimildir í Barentshafi) er metið á um 2 milljarða króna
Gagnaðgerðir Rússlands, vegna þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, koma hlutfallslega sérstaklega illa niður á íslensku hagkerfi. Kemur það til vegna mikilvægis sjávarútvegsins og þess að Rússland er annar verðmætasti markaður íslenskra sjávarafurða.
Áhrif á byggðalög
Byggðalög sem byggja afkomu sína að stóru leiti á vinnslu uppsjávarafurða standa frammi fyrir miklu tjóni vegna lægri útsvars- og þjónustutekna
Við bætist almennt tekjutap í byggðarlaginu þar sem landverkafólk í frystingu verður fyrir mikilli launaskerðingu. Byggðastofnun hefur metið að tekjuskerðing starfsfólks sé á bilinu 1.1 – 2 milljónir á ári á hvern starfsmann eða sem nemur um 20%

Comments are closed.