-->

Togararallið hafið

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikur. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Gnúpur GK, Múlaberg SI og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.

Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða togararall hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunarkenndum hætti.

Helsta markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærð, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi. Erfðasýni verða tekin úr nokkrum fisktegundum, athuganir gerðar á botndýrum og mat lagt á magn ýmiskonar rusls á sjávarbotni.

Í marsralli í fyrra hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár verður þorskur merktur á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.

Fimm til sjö rannsóknamenn eru á hverju skipi auk áhafnar. Í leiðangri Bjarna Sæmundssonar verður rannsóknaliðið alfarið skipað konum í fyrsta skipti í 36 ára sögu verkefnisins.

Fylgjast má með ferðum skipanna á https://skip.hafro.is/ og þar sjást einnig togstöðvar í marsrallinu.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Erfiður en góður túr

„Þetta var erfiður en góður túr. Gengið eru okkur hagstætt og aflinn var mikill. Þetta er stærsti túrinn hjá skipum í eigu Þo...

thumbnail
hover

Sea Data Center verður gagnaveitandi fyrir...

Sea Data Center og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) hafa gert samkomulag þess efnis að Sea Data Center mun veita VSV aðgang að g...

thumbnail
hover

Samherja Holding veitt undanþága frá tilboðsskyldu...

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafé...