-->

Tóta á Enda eftirminnileg

Maður vikunnar að þessu sinni hefur haft umtalsverð jákvæð áhrif á fiskneyslu íslensku þjóðarinnar. Fyrirtæki hans og fjölskyldu, Grímur kokkur, hefur lífgað verulega upp á þá flóru tilbúinna fiskrétta sem í boði eru á almennum markaði. Þetta á ekki síst við um ungu skynslóðirnar, sem auðvitað eru fiskætur framtíðarinnar. Svo spilar hann á trommur í frístundum.

Nafn:

Grímur Þór Gíslason.

Hvaðan ertu?

Vestmannaeyjum.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur Ástu Maríu Ástvaldsdóttur og við eigum 3 börn og 4 barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Grími kokki ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

12 ára gamall í saltfiski í Nöf.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að skapa nýungar úr fiskafurðum.

En það erfiðasta?

Geta stundum verið langar tarnir.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það var fyrir mörgum árum sem ég var búinn að lofa 15 rétta sjávarréttahlaðborði fyrir 150 manns um miðjan ágúst og því kvótaárið að klárast og á fiskmarkaðnum var eingöngu til ufsi. En það var ekki vandamál því ég bjó til margar nýjar uppskriftir, þar á meðal urðu djúpsteiktu blálöngubollurnar til, auðvitað úr ufsa.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er Tóta á Enda. Var að vinna með henni sem peyi í saltfiskinum í Nöfinni.

Hver eru áhugamál þín?

Tónlist og spila á trommur.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Góður saltfiskréttur, það toppar það fátt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Siglingu um Karabíska hafið.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Bakaður þorskur með sítrónukeim og hvítlauk

Nú höfum við það einfalt en auðvitað heilnæmt og gott. Þorskurinn fær að njóta sín og rétt bakaður fellur hann í stórar, hv...

thumbnail
hover

Gott að vinna við sjávarútveg

Maður vikunnar á Auðlindinni að þessu sinni er einn okkar reyndustu skipstjóra á uppsjávarveiðum, síld, loðnu, makríl og kolmunn...

thumbnail
hover

Ferjan Akranes hefur siglingar milli Þorlákshafnar...

Vöruflutningaferjan Akranes, sem er í eigu Smyril Line hefur hafið siglingar milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hún kemur til viðb...