
Trollið tekið fyrir loðnuleitina
Uppsjávarskipið Heimaey VE var gert klárt fyrir loðnuleit í gær í Vestmannaeyjahöfn og flottrollið tekið um borð. Síðan lét skipið úr höfn og er nú á leið austur fyrir land þar sem þrjú uppsjávarskip vinna saman að loðnuleit og mælingum næstu daga. Hornafjarðarskipin Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds eru einnig byrjuð að leita fyrir austan land.
Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson fóru frá Hafnarfirði vestur fyrir land í gær og eru einnig byrjuð á sínum leitarsvæðum fyrir Norðurlandi. Þess er vænst að veðurguðirnir verði leitarskipunum velviljaðir svo hægt verði að komast yfir allt leitarsvæðið í loðnumælingunum fyrir lok vikunnar.
Meðfylgjadi er mynd af Facebook-síðu Ísfélags Vestmanneyja.
Tengdar færslur
Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum
Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...
Losuðu dauðan hval
Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...
Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu
Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...