-->

Tundurdufli eytt

Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um rannsóknadufl sem hafði borist á land á Norðausturlandi og var farinn leiðangur fyrir helgina þar sem sprengjusérfræðingar m.a. áætluðu að kanna duflið nánar. Fundu þeir þá óvænt breskt tundurdufl á Melrakkasléttu og var ákveðið í samráði við lögregluna á Þórshöfn að eyða duflinu. Í tundurduflinu var 100-150 kg. hleðsla og geta slík dufl verið stórhættuleg þrátt fyrir að hafa legið óhreyfð á áratugi. Á slóðinni hér á eftir má  sjá þegar duflið var sprengt.

https://www.facebook.com/photo.php?v=790278380993664&set=vb.377056962315810&type=2&theater