Túnfiskur í laxeldiskví

396
Deila:

Bláuggatúnfiskur um 300 kíló að þyngd brá sér inn í laxeldiskví hjá Scottish Salmon Company við ytri Hebrideseyjar eftir eltingaleik við makríl. Hvort hann hafi ætlað sér að fá sér lax í eftirrétt skal ósagt látið, en hann reif gat á netið í kvínni til að komast inn á mikilli ferð.

Strax varð vart við túnfiskinn og náðu starfsmenn eldisstöðvarinnar við Loch Roag að fanga hann og sleppa honum  aftur. Rifan á netinu var lagfærð og talið er víst að enginn lax hafi sloppið út. Eftir þessa reynslu hyggjast starfsmenn setja sterkara net í kvíarnar hjá sér  til að koma í veg fyrir svona gerist á ný.

Hækkandi sjávarhiti hefur orðið til þess að túnfiskurinn gengur norðar en áður og munu atvik sem þetta hafa gerst víðar. Túnfiskurinn var algengur innan lögsögu Bretlands á hlýindaskeiðinu frá 1940 til 1990 og er nú kominn á miðin þar aftur.

Deila: