Tveir stærstu sjóðirnir sem eiga í HB Granda óákveðnir

Deila:

LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem eru stærstu hluthafar HB Granda að Útgerðarfélagi Reykjavíkur frátöldu, hafa ekki ákveðið hvort þeir samþykki kaup félagsins á eignum frá stærsta eigandanum á hluthafafundi í dag, samkvæmt frétt á kjarninn.is

Hvorki Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) né Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, sem eru báðir á meðal stærstu eig­enda HB Granda, hafa tekið ákvörðun um hvort að þeir muni greiða atkvæði með því að félagið kaupi allt hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, af Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­arða króna. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er stærsti hlut­hafi HB Granda og for­­stjóri HB Granda, Guð­­mundur Krist­jáns­­son, er stærsti hlut­hafi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur.

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­kynnti í gær að sjóð­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer á fimmt­u­dag. Í til­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­ars fram að við­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­lega með minni til­­­­­kostn­að­i.

Davíð Rúd­­­ólfs­­son, for­­stöð­u­­maður eigna­­stýr­ingar og stað­­geng­ill for­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­sjóðs, sagði í sam­tali við Kjarn­ann á þriðjudag að „um­fangs­­mikil og ítrekuð við­­skipti stærsta hlut­hafa HB Granda við félagið eru óheppi­­leg að okkar mati. Slíkt er for­­dæma­­laust á inn­­­lendum hluta­bréfa­­mark­að­i.“

 

Deila: