-->

Týndi starfsmanni í tíukaffinu og fann hann í London átta tímum síðar

 

Maður vikunnar að þessu sinni átti fyrstu handtökin í sjávarútveginum fermingu  í síld á Fáskrúðsfirði. Síðasta aldarfjórðunginn eða svo hefur hann alið manninn á Akureyri og Dalvík og er nú að taka við sem vinnslustjóri ÚA á Akureyri.

Nafn:

Jakob Rúnar Atlason.

Hvaðan ertu?

Fáskrúðsfirði en hef verið á Dalvik/Akureyri síðustu 24 ár.

 Fjölskylduhagir?

Er giftur og á fimm dætur, 2 barnabörn og 1 kött.

 Hvar starfar þú núna?

Akkúrat nú er ég að læra á hnúta að vera vinnslustjóri hjá ÚA Akureyri!

 Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fyrstu fiskhandtök voru í síldinni fyrir austan um fermingaraldurinn.

 Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Allt fjölbreytta og frábæra fólkið sem þar er að finna.

 En það erfiðasta?

Ef einhver slasast og einhver óhöpp verða, það er ömurlegt. Í vinnunni sjálfri er sumt erfitt en alltaf lausnir  á því!

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Margt skrýtið en t.d. mætti ég einu sinni einn á laugardegi (átti von á 100 starfsmönnum )engin vinna hafði reyndar verið auglýst. Svo týndi ég einu sinni starfsmanni í tíu-kaffinu og fann hann í London 8 tímum seinna!

 Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ekki hægt að velja einstakling en samstarfsmenn á Dalvík í 23 ár geta skipt þessu á milli sín, annars er starfsfólk ÚA sem er hjálpsamt og þolinmótt að kenna mér þessa dagana í minninu.

Hver eru áhugamál þín?

Ég er ofboðslega góður í fótbolta og hann og flestar íþróttir eru áhugamál ( ekki golf samt).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Humar allskonar til spari og bæjarins bestu ekki til spari!

Hvert færir þú í draumfríið?

Væri til í að fara Jakobsveginn bara til að geta sagst hafa gert það! Held samt að ég sé ekki svona duglegur.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...