Um 70 ára gamalt troll fundið í Færeyjum

179
Deila:

Gamalt ónotað troll fannst við tiltekt í gömlu pakkhúsi á Tóftum á Austurey. Trollið var ætlað skútunni Elsu, sem var breytt í togara á fimmta áratugnum.  Á merkispjaldi á trollinu kemur fram að trollið sé 65 feta og framleitt af Trolvirkinu á Eiði.

Greinilegt er að trollið hefur aldrei í sjó komið því allir hnútar eru enn lausir og engin merki um að það hafi blotnað. Talið er líklegt að trollið hafi verið sett upp af Olafi Samuelssyni á Eiði. Hann hafði farið til Íslands fyrir seinni heimsstyrjöldina til að læra netagerð. Eftir styrjöldina byrjað hann að setja upp troll í nausti á Eiði. Síðan flutti netagerðin í kjallarann í trúboðshúsinu Karmel. Þar setti hann ásamt öðum upp troll í mörg ár. Hann keypti trolltvinna á keflum og svo riðu menn og konur netið. Hnútarnir eru enn lausir vegna þess að það hefur aldrei í sjó komið.

Netagerðin Vónin mun fara yfir trollið og mæla það upp, en svo á eftir að koma í ljós hvað verður um trollið. Þess má geta að Vónin er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar.

 

Deila: