Umframafli í viku 12 á strandveiðum

98
Deila:

Leyfi til strandveiða hafa verið gefin út til 682 báta og var landaður afli strandveiðibáta í gær, þriðjudaginn 27. júlí samtals 8.849.651 kg., sem er 69.12% af þeim heimildum (12.271 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Undantekning er þó ef ufsa er landað sem strandveiðiafla í verkefnasjóð, sbr. 4. tölul. 5. gr. um reglugerðar um strandveiðar, en þá reiknast ufsaaflinn ekki til strandveiðiafla.

Í 12. viku strandveiða frá 19. júlí – 23. júlí lönduðu 235 skip afla umfram leyfilegan heildarafla í veiðiferð, samtals 11.129 kg. Meðfylgjandi myndi sýnir yfirlit yfir umframafla í tólftu viku. Bláu lóðréttu súlurnar sýna þau 22 skip sem lönduðu alls 100 kg. þíg. eða meira yfir leyfilegan heildarafla í veiðiferð. Kökuritið sýnir umframafla eftir svæðum og er mestur umframafli á svæði A (sem jafnframt er stærsta svæðið) eða 5.152 kg. í þorskígildum talið.

Láréttu súlurnar sýna heildarmagn umframafla fyrir hvern löndunardag og var umframafli mestur mánudaginn 19. júlí eða 3.483 kg.

Deila: