-->

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfsögðu fer síldin öll til manneldisvinnslu. Þá er einnig nýlokið við að landa 1.100 tonnum af kolmunna úr Barða NK en sá afli fer til framleiðslu á fiskimjöli.

Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Tómasar Kárasonar, skipstjóra á Beiti, og spurði hvað væri næst á dagskrá hjá þeim Beitismönnum. „Að löndun lokinni verður stefnan tekin á Rósagarðinn og kolmunnanum sinnt. Vonandi á það eftir að ganga vel. Hvað gerist svo er ég ekki með á hreinu en ekki er ólíklegt að loðnunótin verði tekin um borð næst þegar í land verður komið.

Loðnuvertíðin er svo sannarlega tilhlökkunarefni og maður finnur spennuna í loftinu. Staðreyndin er sú að uppsjávarveiðarnar blómstra um þessar mundir. Veiðar á norsk-íslensku síldinni hafa gengið frábærlega og hún hefur veiðst við bæjardyrnar. Kolmunnaveiðarnar hafa líka gengið vel og nú er hann veiddur inni í íslenskri lögsögu sem er afar mikilvægt. Þá kemur fljótlega að veiðum á íslenskri sumargotssíld og ég hef þá trú að þær eigi eftir að ganga eins og í sögu. Það er einungis makríllinn sem hefur verið að stríða okkur, en hann hefur fjarlægst landið og það hefur verið býsna langt að sækja hann. Fyrir okkur, sem erum á uppsjávarskipunum, má segja að þetta sé nánast ein allsherjar veisla,“ segir Tómas.
Það er veisla hjá uppsjávarskipum. Beitir NK með gott hol. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...