Útgerð smábáta þrífst vel í markaðsdrifinni fiskveiðistjórnun

96
Deila:

Niðurstaða samnorrænnar skýrslu sýnir að útgerð smábáta þrífist í flestum tilfellum vel samhliða markaðsdrifinni fiskveiðistjórnun, sem byggist á framseljanlegum aflahlutdeildum svo kölluðu kvótakerfi.  Höfundar íslenska hluta skýrslunnar eru þeir Daði Már Kristófersson og Hörður Sævaldsson, Í íslenska kaflanum kemur fram að á tímabilinu 1997 til 2017 hefur íslenskum smábátum styttri en 15 metrar fækkað úr 1.134 í 841. Á tímabilinu frá 1984 til 2017 hafi fjöldi skuttogara farið úr 106 í 45 og uppsjávarveiðiskipum hafi á sama tíma fækkað úr 52 í 26.
Heiti skýrslunnar er Can small-scale fisheries survive market-based management? –  Nordic evidence.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

„Fiskveiðistjórnun sem byggist á markaðsdrifum grunni hefur tilhneigingu til að fækka skipum og sjómönnum. Það leiðir til betri afkomu og leiða til að leysa vanda þeirra en undir verða. Þrátt fyrir það, er sú fullyrðing að slík veiðistjórnun leiði til útrýmingar veiða smábata, ekki staðreynd í mörgum tilfellum.

Í þessari rannsókn er farið yfir tímabil eftir að einstaklingskvótar hafa verið gefnir út, eða veiðidagar á báta með framseljanleika á ýmsan máta á Norðurlöndunum. Eftir að hafa rannsakað stöðuna eftir útgerðarflokkum í flestum tilfellum, kemur í ljós að markaðsdrifin fiskveiðistjórnun fækkar í flestum tilfellum ekki útgerða smærri báta meira en útgerðum stærri skipa.

Þetta skýrist að hluta til af því að smærri bátar stunda botnfiskveiðar en stærri skipin uppsjávarveiðar. Þörfin er meiri hjá stærri skipunum til að ná árangri og að fá skjótan hagnað af fjárfestingum. Frekari skýring er að úthlutun og framsal aflaréttinda fylgja ýmsar hömlum á flutningi aflaheimilda milli skipaflokka og héraða, auk kvótaþaks í einstökum tegundum. Þetta er mikilvægt fyrir fiskveiðiþjóðir, sem vilja koma á markaðsdrifinni fiskveiðistjórn. Norðurlöndin hafa sýnt fram á að með ákveðnu regluverki er hægt að skila hagnaði stærri skipa um leið og hinna smærri.“

Í kaflanum um Ísland er niðurstaðan svohljóðandi: „Mikil fækkun hefur orðið á undanförum árum í öllum skipaflokkum, en fækkunin er minnst í smábátaflotanum. Líklega sé skýringin að þar hafa kvótakerfið varað skemur en hjá stærri skipunum og að strandveiðum hafi verið komið á árið 2009.

Mest hafi breytingin orðið í uppsjávarveiðiflotanum. Skipum hafi fækkað mikið en þau stækkað og séu betur búin til að skila afla til manneldisvinnslu, til dæmis með öflugri sjókælingu aflans.“

Deila: