-->

Vaki sýnir á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Vaki er einn helsti framleiðandinn á Íslandi og selur tækni sína til meira en 60 landa, þar á meðal til helstu laxeldislanda heims, Noregs, Skotlands, Chile og Kanada. Fyrirtækið útvegar ýmsan búnað, tæki og tækni fyrir fisktalningu og stærðarmat fyrir eldi jafnt í ferskvatni og sjó, ásamt því að safna lykilgögnum og gera greiningu á hverju stigi framleiðslunnar. Vaki hefur nýlega bæst í hóp þeirra fiskeldislausna sem eru á skrá hjá MSD Animal Health.

„Hinar einstæðu tæknilausnir, hæfileikar og kunnátta sem Vaki hefur yfir að ráða á sviði fiskeldis eru sérhæfðar í því að koma vélrænu námi og tölvugreind inn í fiskeldi og í eftirlitsbúnaði til að vernda villta fiska ásamt tækni til myndeftirlits í rauntíma. Ávinningurinn af þessum búnaði er að geta í raun talið og mælt lífmassa fiska í umhverfi þar sem fjöldi fiska er mikill ásamt því að geta notað hann við erfiðar aðstæður neðansjávar.

Kerfin frá Vaka geta talið hundruð þúsunda gönguseiða og smáfiska á klukkustund þegar þau synda fram hjá skynjurum á mismunandi vaxtarskeiðum,“ segir í frétt frá Íslensku sjávarútvegssýningunni.

„Talningin fer fram í gæðamati, meðferð og bólusetningu fiskanna og einnig þegar þeir eru fluttir í sjókvíar til að vaxa áfram,“ segir Björg Ormslev Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Vaka.

„Laxar eru aldir í sjókvíum sem geta verið með allt að 200.000 fiska í hverri kví í eitt og hálft ár áður en þeir ná þeirri stærð sem þarf fyrir markaðinn. Partur af því ferli er að framleiðendurnir þurfa að fylgjast með bæði vaxtarhraða og fjölda þeirra fiska sem þeir eru með.“

Ásamt því að telja fiskana sem fara inn í þessar kvíar þá meta kerfin frá Vaka stærð þeirra daglega meðan þeir synda um í kvíunum. Innrauðir skannar og myndgreiningartækni fylgist með meðalstærð, vexti og frammistöðu fiskanna í öllu eldisferlinu, en það veitir laxeldisfyrirtækinu þær upplýsingar sem þarf til að ná fram bestri fóðrun og ákveða sláturtíma,” segir hún.

Aðaláherslan hefur verið á að greina fjölda og stærðir fiska á ólíku vaxtarstigi, þá útvegar Vaki einnig fiskidælur, flokkunarbúnað, eftirlitsbúnað, fóðurkerfi ásamt gæðamatskerfi og súrefnisbúnaði fyrir sjókvíar. Nýlega bættist SmartFlow kerfið við vörulínuna, en það gerir notendum kleift að safna saman og geyma upplýsingar um allan fisk sem mældur er og það auðveldar samanburð á stærðum og fjölda. Að auki gerir kerfið notendum kleift að bæta alla þætti framleiðslunnar, þar sem hægt er að halda utan um og fínstilla tækin frá Vaka með SmartFlow kerfinu og ná þannig fram mikilli afkastagetu og nákvæmni.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Vaki tekur þátt í IceFish, Íslensku sjávarútvegssýningunni,“ sagði Björg Ormslev Ásgeirsdóttir. „Það gleður okkur að sjá þessa miklu áherslu á fiskeldi á sýningunni og við hlökkum til að taka þátt í fyrsta skipti. Enda þótt 90% af vörunum frá Vaka séu fluttar út þá tökum við eftir því að Ísland er að verða æ mikilvægari markaður þar sem búist er við auknu fiskeldi á næstu árum.“

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...