-->

Var 43 daga í Smugunni

Maður vikunnar nú er Vestmannaeyingur  og hefur alist upp við sjávarútveg, enda afi hennar, pabbi og eiginmaður útgerðarmenn. Hún er nú launafulltrúi á skrifstofu Bergs-Hugins. Á ferilskránni er ýmislegt fleira svo sem sjómennska á frystitogaranum Vestmannaey.

Nafn:

Elfa Ágústa Magnúsdóttir.

Hvaðan ertu?

Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. 

Fjölskylduhagir?

Ég er gift Arnari Richardssyni og eigum við fjögur börn Berthu Maríu 26 ára, Magnús Karl 25 ára, Þóru Guðnýju 22 ára og Arnar Berg 17 ára.

 Hvar starfar þú núna?

Ég starfa á skrifstofu Bergs – Hugins hf. sem launafulltrúi.  Bergur – Huginn er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum og við gerum út tvö skip Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Líf mitt hefur næstum alltaf snúist um sjávarútveg þar sem afi minn Kristinn Pálsson rak lengi útgerðarfyrirtækið Bergur ehf. Síðar stofnaði hann útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn ehf. og var framkvæmdarstjóri þess og síðar stjórnarformaður. Síðar tók pabbi minn Magnús Kristinsson við sem framkvæmdarstjóri eða síðan 1978, hann lét af störfum vegna aldurs og eiginmaður minn Arnar Richardsson tók við sem rekstrarstjóri árið 2017.

Sjálf prófaði ég sjómennsku og líkaði mjög vel – var í 2 ár á Vestmannaey gömlu sem var þá frystitogari.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mjög fjölbreytt starf og mjög líflegt, ég tala nú ekki um að vinna með útsýni yfir höfnina í Vestmannaeyjum, þegar allt er að gerast.  Gámaskip, Herjólfur og öll hin skipin inn og út. 

En það erfiðasta?

Erfiðast er allt í kringum þetta Covid, oft tekin sýni af mönnum áður en þeir fara á sjóinn.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það held ég að hafi verið að vera í Smugunni í 43 daga yfir þjóðhátíð árið 1995. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Allt flott fólk í kringum mig í minni vinnu, eiginmaðurinn á næsta borði og stelpurnar á skrifstofunni fyrir austan eru bestar.

Hver eru áhugamál þín?

Mitt helsta áhugamál er prjónaskapur en hef verið að spila golf síðastliðin ár og væri alveg til í detta aðeins meira inn í það.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautakjöt er í mjög miklu uppáhaldi, en panta mér iðulega fisk á Veitingastað. 

Hvert færir þú í draumfríið?

Draumafríið er Sigling í Karabíska hafinu með eiginmanni og börnum.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...