Veður truflar loðnuveiðar

Deila:

Loðnuskip Síldarvinnslunnar héldu til veiða aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudagsmorgun. Veður var að ganga niður norðaustur af landinu í fyrrinótt og á gærmorgun. Af Síldarvinnsluskipunum var það einungis Beitir sem hóf veiðar þá um nóttina. Líkt og fyrir jólin er næturveiðin heldur döpur. Öll skipin á miðunum köstuðu í gærmorgun og var veiðin yfirleitt svipuð og hún var fyrir jól. Afli dagsins var gjarnan á bilinu 300-500 tonn. Eitt skipanna fékk þó 750 tonn nokkru norðar en hin skipin voru.

Núna er skítabræla á miðunum og voru Síldarvinnsluskipin kölluð inn vegna veðursins til að landa þeim slöttum sem þau voru komin með. Aflanum, samtals um 1.200 tonnum, er landað á Seyðisfirði. Vonast er til að veðrið gangi niður í kvöld og það verði veiðiveður á morgun.

Deila: