Veiðitakmarkanir verði virtar

Deila:

Fiskistofa bendir á að veiðitími fyrir lax er til 30. september ár hvert. Veiðitímabili fyrir lax er því lokið fyrir 2019, sbr. 17. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Fiskistofa bendir jafnframt á að veiðitíma fyrir göngusilung lauk 10. október, sbr. 18. gr. laganna.

Lax og göngusilungur hrygnir að hausti og er því um að ræða afar viðkvæman tíma í lífsferli þeirra. Veiðar á þessum tíma geta haft truflandi áhrif á hrygningu og geta haft áhrif á viðkomu stofna, jafnvel þó veiddum fiskum sé sleppt. Það er á ábyrgð veiðifélaga að sjá til þess að þessar veiðitakmarkanir séu virtar. Fiskistofa getur heimilað veiðar utan þessa veiðitíma ef skilyrði eru fyrir slíkri hliðrun, sbr. umræddar lagagreinar.

 

Deila: