-->

,,Veiðiþjófur villti á sér heimildir”

Maður vikunnar er frá Ísafirði og skrópaði 13 ára í grunnskólanum til að landa úr Júllanum. Hann starfar nú fyrir Eimskip. Alvöru saltfiskur á suður-evrópskan hátt er í uppáhaldi hjá honum og hann langar í skíðaferð í draumafríinu.

Nafn:

Hreiðar Ingi Halldórsson.

Hvaðan ertu?

Uppalinn Ísfirðingur.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð og eigum við einn peyja.

Hvar starfar þú núna?

Starfa hjá Eimskip við að sjá um siglingarkerfin eða leiðarkerfin fyrir skipin.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

13 ára en þá skrópaði maður í Grunnskólann á Ísafirði til að fara landa úr Júllanum.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Áskoranir og að kynnast fólki til að byggja upp gott og sterkt tengslanet

En það erfiðasta?

Getur verið erfitt og krefjandi að halda skipum á áætlun á veturna þegar veðrin eru sem verst og mikið af ferskum fisk um borð sem þarf að ná á markaði erlendis.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég var stýrimaður á rækju í Kolluálnum á Séníver-galeiðunni og þurfti að komast í frí til að fara á þjóðhátíð. En það var enginn til að leysa mig af þannig ég plataði félaga minn til að fara, sem var ekki með réttindi þannig hann fékk lánað atvinnuskírteinið mitt og ég fór á þjóðhátíð. Það var ekki liðinn sólarhringur þar til gæslan var komin um borð að taka þá fyrir ólöglegar veiðar þar sem þeir voru ekki með veiðileyfi og vildu þeir einnig fá að sjá öll atvinnuskírteini áhafnar. Þegar hann var búinn að segja gæslunni kennitöluna mína, heimilisfang og allt um mig þá segja þeir en þú ert ekki Hreiðar Ingi, við vorum með honum í stýrimannaskólanum.
Fyrirsögnin í blöðunum var frábær ,,Veiðiþjófur villti á sér heimildir”

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Birgir Árni heitinn, voru saman á Stefni ÍS og var aldrei leiðinlegt að lenda með honum á vakt.

Hver eru áhugamál þín?
Fótbolti, sjávarútvegur, skíði, veiði og margt fleira.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltfiskur eða bacalao, þá er ég ekki að tala um soðin fisk með kartöflum heldur alvöru spænskan saltfisksrétt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Skíðaferðir eru alltaf draumafríið.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...