Vel gengur að veiða síldina

84
Deila:

Veiðar á norsk-íslensku síldinni hafa gengið mjög vel í haust. Stutt er að sækja hana þar sem hún heldur sig útaf Austfjörðum. Aflinn er nú kominn um 96.000 tonn, kvótinn er 13.700 tonn og óveidd eru um 18.000 tonn samkvæmt aflastöðulista fiskistofu.
Aflahæstu skipin eru Beitir NK með 9.182 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA er með 8.544 tonn og Börkur með 8.368 tonn.  Beitir er með mestan kvóta, 11.368 tonn og næstur er Vilhelm með 11.061. Staðan getur verið fljót að breytast því skipin eru að koma með mjög stóra farma að landi oft yfir þúsund tonn. 20 skip stunda veiðarnar og komi hvert þeirra með einn svona stóran túr er kvótinn uppurinn og vel það.

Deila: