Vel heppnaður Sjávarauðlindaskóli

106
Deila:

Undanfarin ár hafa Grindavíkurbær og Fisktækniskóli Íslands boðið 15 ára nemendum í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar upp viku nám í Sjávarauðlindaskólanum. Þar kynnast unglingarnir fjölbreyttum og verðmætum störfum sem tengjast “bláa hagkerfinu”. Í ár fór skólinn fram 28. júní  – 1. júlí og var boðið upp á fjölbreyttar vettvangsferðir í Grindavík, á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þannig kynntu nemendur sér sögu Grindavíkur, heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík, Sjávarklasann í Reykjavík, Slysavarnarskólann í Sæbjörgu, Björgunarsveitina Þorbjörn, HS Orku, Þróunarsetur Bláa Lónsins, Þekkingarsetrið í Sandgerði o.fl. 

Á Facebook síðu Fisktækniskóla Íslands má finna fjölda mynda úr skólanum þetta sumarið. Þar segir einnig að Sjávarauðlindaskólinn þetta sumarið hafi verið afskaplega skemmtilegur og að unglingarnir hafi verið sjálfum sér til mikils sóma. Þau eru nú miklu fróðari um sögu bæjarins og sjávarútvegsins í heild sem og um jarðhitavinnsluna í Svartsengi og undur Bláa Lónsins. 

Deila: