-->

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá útgerðarmönnum línu og handfærabáta.  Óslægður þorskur af línu seldist á 202 Kr/kg og á færi var verðið 149 Kr/kg.

„Öllu léttara var yfir mönnum í lok uppboðs í dag, 26. maí.  Þorskur af línu gaf 306 Kr/kg og handfæri 275 kr/kg.  Umreiknað í evrugengi dagsins 1,78 EUR/kg.

Það er vonandi að verð haldi áfram að hækka, enda nokkuð í land að það nái sömu upphæðum og fyrir ári 314 Kr/kg sem jafngilti 2,27 EUR/kg,“ sagði á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda í gær.

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skiptast á að taka aflann um...

Makrílvertíðin sem hófst hjá Síldarvinnslunni um síðustu mánaðamót hefur farið hægt af stað. Skipin hafa helst verið að vei...

thumbnail
hover

Sólberg með um 2.500 tonn af...

Frystitogarinn Sólberg ÓF hefur nú sótt ríflega 2.500 tonn af þorski auk meðafla í öðrum tegundum í Barentshafið. Það hefur þ...

thumbnail
hover

Nýsmíði ekki útilokuð

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fy...