Verðhækkanir halda aflaverðmætinu uppi

Deila:

Aflaverðmæti fyrstu sölu nam 12,4 milljörðum króna í september sem er 13,6% meira en í september 2018. Verðmæti botnfiskafla nam rúmum 8,2 milljörðum og jókst um 26,5%. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 5,1 milljarði en aukning var á verðmæti allra helstu botnfisktegunda. Verðmæti uppsjávarafla var tæplega 3,6 milljarðar í september og dróst saman um 5,8% samanborið við september 2018.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam rúmum 7,6 milljörðum króna í september. Verðmæti sjófrysts afla var rúmlega 2,2 milljarðar og verðmæti afla sem seldur var á markað nam tæpum 1,8 milljörðum.

Á 12 mánaða tímabili, frá október 2018 til september 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 144,2 milljörðum, sem er 15,4% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Athyglivert er að aflaverðmæti skuli hækka þetta mikið, þar sem fiskafli í september síðastliðnum var 109.000 tonn sem er 1% meira en í sama mánuði árið áður. Bendir það til þess að fiskverð hafi hækkað verulega frá síðasta hausti. Þannig má sjá að þorskafli í september varð 21.400 tonn sem er 4% aukning, en verðmæti þessa afla hækkar um 23,6%. Þá  má benda á að verðmæti ufsa hækkað um 35,4%, þrátt fyrir að aflinn dragist saman um 16%.

Þá má benda á að afli að skelfiski, rækju og humri, var í september 1.952 tonn, sem 35% aukning, en verðmæti þessa afla lækkar engu að síður um 23,5%. Skýringa á því er helst að leita í óhagstærði aflasamsetningu. Mun minna veiddist af humri í haust vegna hruns í veiðistofninum. Verð á humri er mun hærra en á rækju.

 

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna September Október-september
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls 10.927,1 12.414,2 13,6 124.942,7 144.191,5 15,4
Botnfiskur 6.518,0 8.244,6 26,5 88.631,8 110.309,6 24,5
Þorskur 4.131,5 5.105,7 23,6 56.861,1 67.956,3 19,5
Ýsa 756,0 1.033,7 36,7 9.367,0 14.657,9 56,5
Ufsi 523,1 708,1 35,4 7.243,7 10.531,5 45,4
Karfi 840,5 1.117,0 32,9 10.370,7 11.794,2 13,7
Úthafskarfi 0,0 0,0 218,8 51,3 -76,6
Annar botnfiskur 266,9 280,1 4,9 4.570,5 5.318,5 16,4
Flatfiskafli 561,7 590,1 5,1 9.734,3 9.505,7 -2,3
Uppsjávarafli 3.592,2 3.384,2 -5,8 23.905,5 22.550,9 -5,7
Síld 462,1 2.196,3 375,3 4.101,6 6.693,0 63,2
Loðna 0,0 0,0 5.891,7 0,0
Kolmunni 34,2 25,8 -24,5 6.285,9 7.268,5 15,6
Makríll 3.095,8 1.162,0 -62,5 7.626,3 8.589,4 12,6
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli 255,2 195,3 -23,5 2.671,1 1.825,1 -31,7
Humar 36,2 7,8 -78,4 613,7 269,5 -56,1
Rækja 144,0 55,1 -61,7 1.510,7 1.012,0 -33,0
Annar skel- og krabbadýrafli 75,0 132,4 76,6 546,7 543,6 -0,6
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,1

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Deila: