Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 3,7% í fyrra

77
Deila:

Verðmæti útfluttra sjávarafurða á síðasta ári var 270 milljarðar, 43,5% af heildar útflutningsverðmæti og jókst um 3,7% frá fyrra ári. Stærstu hlutdeild í útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2020 áttu ferskur fiskur (13,0% af heild) og fryst flök (11,2%). Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi árið 2020 voru Holland, Spánn og Bretland en 69% alls útflutnings fór til ríkja innan EES.
Þetta kemur fram í endanlegum tölum Hagstofu íslands um inn og útflutning á síðasta ári. Rétt er að geta þess að fiskeldi er ekki inni í þessum tölum, þar sem það er flokkað með landbúnaðarafurðum.

Deila: