-->

Verja þarf landaðan afla fyrir fugli

Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun benda á mikilvægi þess að við löndun úr veiðiskipum og við flutning á afla sé komið í veg fyrir að fiskurinn verði fyrir utanaðkomandi mengun svo sem fugladriti.  Þetta krefst þess að kör séu lokuð og að flutningur sé í lokuðum ökutækjum.  Einnig er ástæða til að benda sérstaklega á að fiskur sem af slysni fellur úr kari á bryggjuna er ekki hæfur til manneldis.

Í veiðiflotann hafa nú bæst við strandveiðibátar. Strandveiðar eru stundaðar um allt land yfir sumarið og fer löndun fram á höfnum hringinn í kringum landið.   Löndun á fiski yfir sumarið er því umfangsmikil og brýnt að tryggja viðeigandi hreinlæti og kælingu frá veiði og þar til fiskurinn fer á borð neytenda.

Eftirlitsmenn Matvælastofnunar hafa víða orðið varir við óhreinindi í fiskikörum. Einnig berast stofnuninni reglulega kvartanir frá sjómönnum og fiskkaupendum um óhrein og skemmd löndunarkör. Kör sem notuð eru fyrir matvæli þurfa að vera hrein og er það eingöngu tryggt með hreinsun eftir hverja notkun. Jafnframt er óæskilegt að nota fiskikör fyrir annað en matvæli. Kör til annarra nota skal merkja sem slík og ekki nota aftur fyrir matvæli.

Hér eru birtar nokkrar myndir sem eftirlitsmenn hafa tekið af körum á höfnum landsins. Um er að ræða kör sem eru í notkun sem fiskikör, ekki afskrifuð kör sem tekin hafa verið afsíðis. Matvælastofnun mun fylgjast áfram með ástandi kara og hvetur þá sem leggja kör fram til löndunar að minnast þess að körin eru ílát undir matvæli.

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...