Viðbótarúthlutun í makríl til stærri skipa

75
Deila:

Fiskistofa hefur, í samræmi við reglugerð um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl, afgreitt umsóknir A flokksskipa úr pottinum. Það eru stærri skip, sem stunda veiðar á uppsjávarfiski. Til skipta voru 3.550 tonn og sóttu 19 skip um. Tvö skip eru ekki í A flokki og fá því ekki úthlutun.

Í samræmi við 4. mgr. 5. gr. fá því 17 skip jafnt úr pottinum eða 208.824 kg hvert. Úthlutun fer fram þegar  útgerð hefur greitt fyrir  kaupin.

Í reglugerðinni segir meðal annars svo: Heimilt er að úthluta allt að 4.000 lestum af viðbótaraflaheimildum í makríl ár hvert til skipa í B-flokki, smábáta, gegn greiðslu gjalds. Úthluta skal allt að 50 lestum í senn. Ekkert skip getur fengið úthlutað viðbótaraflaheimildum fyrr en skip hefur veitt 75% af úthlutuðu aflamarki í makríl. Þessi takmörkun gildir ekki fyrir skip sem fá úthlutað 30 tonnum af aflamarki í makríl eða minna.

Eftir 15. september skal úthluta til skipa í A-flokki því sem eftir er gegn greiðslu gjalds.

Makríllinn gekk ekki í sumar inn á veiðisvæði smábáta og stunduðu þeir því nær engar veiðar. Vegna þess færast þessar heimildir yfir á stærri skipin.

 

 

Deila: