-->

Vilhelm farinn í fyrsta túrinn 

Nú síðdegis hélt nýtt og glæsilegt uppsjávarskip Samherja hf., Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í sína fyrstu veiðiferð en skipið kom úr smíðum í Danmörku í síðustu viku. Stefnan var tekin á kolmunnamið í færeysku lögsögunni. Skipstjórarnir tveir, Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson fóru báðir í þessa veiðiferð og nokkrir aðrir sem koma til með að verða í áhöfn skipsins en alla jafna verða 8 í áhöfn.

Guðmundur sagði stefnuna að sjálfsögðu að fiska sem mest í túrnum en vissulega verði veiðiferðin nýtt til að prófa búnaðinn og læra á skipið. „Það eru allir mjög spenntir að hefja veiðar á þessu frábæra skipi,“ sagði hann stuttu árin en landfestar voru leystar. Það var að sjálfsögðu Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja sem leysti landfestar skipsins og á meðfylgjandi mynd er hann með hið glæsilega skip fyrirtækisins í bakgrunni.
Ljósmyndir Jóhann Ólafur Halldórsson.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...