Vilja geymslurétt á leigukvóta

102
Deila:

Það hefur lengi verið krafa LS að ákvæði um flutning ónýttra aflaheimilda milli fiskveiðiára nái til þeirra sem eru að leigja sér kvóta.  Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nær rétturinn aðeins til þeirra aðila sem hafa aflahlutdeild og fá úthlutuðu aflamarki samkvæmt henni.  Þeim er heimilt að flytja allt að 15% af aflamarki hverrar botnfisktegundar frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta, eins og segir í lögunum.

„Aðilar sem flytja til sín aflamark njóta hins vegar ekki þessara réttinda.  Þeir lenda því oft í miklum vandræðum við að fullnýta heimildirnar þannig að ekkert verði eftir þegar fiskveiðiárinu lýkur.  LS telur að þarna vanti upp á að jafnræðis sé gætt gagnvart þeim sem eru að nýta auðlindina,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.  

Samþykkt 37. aðalfundar LS um geymslurétt.

Aðalfundur LS leggur til að menn ávinni sér geymslurétt á kvóta með veiðireynslu. 

Deila: