-->

Vilja greiðari aðgang að hráefni

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu í síðustu viku fund með fulltrúum Sjómannasambands Íslands, Félagi vélstjóra-og málmtæknimanna og Félagi skipstjórnarmanna. Ýmis málefni félaganna voru rædd, kjaramál og verðlagsmál.

Fundarmenn voru sammála að skora á stjórnvöld að tryggja að allur sá afli sem ekki kemur til vinnslu hjá samþættum útgerðar- og vinnslufyrirtækjum, þ.e. afli sem er seldur á milli ótengdra aðila, verði boðinn til sölu í uppboðskerfi fiskmarkaðanna. Fundurinn telur að með þessu móti megi tryggja að rétt verð fáist fyrir þennan hluta auðlindarinnar. Þannig fengju sjálfstæðar fiskvinnslur greiðari aðgang að hráefni og þjóðarhagur sé þar með hámarkaður.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Landaði 927 tonnum af rækju

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýle...

thumbnail
hover

Úthafrækjuafli fari ekki yfir 5.136 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn fy...

thumbnail
hover

Unga fólkið fræðist um sjávarútveg

Nú í sumar var í fyrsta skipti í Reykjavík boðið upp á fræðslu um sjávarútveg fyrir 15- 16 ára ungmenni fædd árið 2004. Þet...