Vilja opna á erlenda fjárfestingu í Brimi

Deila:

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er í meiri­hluta­eigu Guð­mundar Krist­jáns­sonar for­stjóra Brims, leggur til við hlut­hafa­fund Brims þann 12. des­em­ber næst­kom­andi að skoðuð verði að mögu­leg skrán­ing félags­ins í norsku kaup­höll­ina. Þá er einnig lagt til að skoð­aðar verði aðrar leiðir til að opna á fjár­fest­ingu erlendra aðila í félag­in­u samkvæmt frétt á kjarninn.is

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til kaup­hallar, en Brim er eina skráða útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins. Eitt af því sem hefur verið sér­stakt við veru þess á mark­aðn­um, er að erlendir fjár­festar hafa ekki getað átt við­skipti með bréf félags­ins vegna banns í lögum um slík við­skipti með félög sem eiga kvóta til veiða í íslenskri lög­sögu.

Til­lagan, sem birt hefur verið á vef kaup­hall­ar­inn­ar, er í þremur liðum og felst í því að fela stjórn að skoða að leggja fram til­lögu fyrir aðal­fund félags­ins á næsta ári, um hvernig best er að auka mögu­leika erlendra aðila til óbeinnar fjár­fest­ingar í Brim.

Í til­lög­unum felst meðal ann­ars að breyta til­gangi Brims úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í eign­ar­halds­fé­lag sem eigi nýtt dótt­ur­fé­lag sem stofnað verði utan um sjáv­ar­út­vegs­rekst­ur­inn. Með þeim hætti geti erlendir aðilar átt aðkomum, óbeint, að félag­inu.

Hins vegar að stofnað verði erlent félag sem eigi fjórð­ung hluta­fjár í íslensku félagi sem eigi svo aftur Brim í heild, og erlenda félagið verði skráð í erlenda kaup­höll, t.d. í kaup­höll í Nor­egi.

Þriðja til­lagan er að kanna og meta aðrar leiðir til að auka mögu­leika erlendra aðila á óbeinum fjár­fest­ingum í Brim.

Mark­aðsvirði Brims er nú 75,9 millj­arðar en það hefur hækkað um rúm­lega 18 pró­sent það sem af er ári. Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins nam tæp­lega 300 millj­ónum evra í lok þriðja árs­fjórð­ungs á þessu ári, eða sem nemur um 40 millj­örðum króna.

 

Deila: