-->

Vilja rannsaka lífvænleika þorsks við sleppingu

Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur beinir því til LS að það sæki um styrk til AVS til rannsóknaverkefnis á lífvænleika þorsks sem veiddur er á handfæri.  Í umræðum á fundinum komu fram efasemdir um að bann við sleppingu þorsks væri byggt á nægjanlega vönduðum rannsóknum.  Því væri nauðsynlegt að ráðast í nýjar rannsóknir, enda væri það viðtekin skoðun smábátaeigenda að lífvænleiki þorsks sem veiddur er á handfæri á grunnsævi væri í flestum tilvikum góður þegar honum er sleppt.

„Þriðjungur félagsmanna var mættur á fundinn og góður andi meðal þeirra.  Í lok setningarávarps formanns bað hann Axel Helgason að koma upp á sviðið.  Tilefnið var að afhenda Axel blómvönd sem þakklætisvott fyrir hans góða starf sem hann hefur unnið af stakri samviskusemi og krafti fyrir smábátaeigendur sem formaður LS.,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Eins og komið hefur fram hefur Axel ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður LS.

Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur skipa: Þorvaldur Gunnlaugsson formaður, Finnur Sveinbjörnsson ritari, Ottó Hörður Guðmundsson, gjaldkeri, Arthur Bogason, meðstjórnandi, Axel Helgason, meðstjórnandi

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Stækkun á rekstrarleyfi Háafells lögð til

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Háafell ehf. til sjókvíaeldis á regnbogasilungi og þorski í Ísafjarðar...

thumbnail
hover

Eini austfirski frystitogarinn

Sumarið 2015 festi Síldarvinnslan í Neskaupstað kaup á frystitogaranum Frera af Ögurvík hf. og fékk hann þá nafnið Blængur og ei...

thumbnail
hover

Hámarkskvóti á makríl felldur úr gildi...

Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja hefur afnumið aflahámark á skip á makrílveiðum á þessu ári. 5.508 tonn voru til skiptanna fyrir ...