Vilja tryggja 48 daga á strandveiðum

93
Deila:

Undirbúningur aðalfundar er nú að komast á lokastig.  Svæðisfélögin hafa flest fundað, samþykkt ályktanir, kosið í stjórn og fulltrúa á aðalfund Landssambands smábátaeigenda.  Aðalfundur LS verður settur á morgun, fimmtudag 14. október kl 13:00.  Fundurinn verður með hefðbundnum hætti, haldinn á Grand Hótel.

Fundurinn verður að venju opinn öllum félagsmönnum LS og eru menn hvattir til að skrá sig og fjölmenna til fundar.

Kjörnir fulltrúar eru 36 og skiptast á svæðisfélögin 15 eftir fjölda báta hvers og eins.  Öllum félögunum er þó tryggður einn fulltrúi.  Auk þessa er stjórn félagsins og framkvæmdastjóri með atkvæðisrétt á fundinum.

Bátar í eigu félagsmanna eru 790, sem er fjölgun um 90 frá í fyrra.  Stærsta félagið er Snæfell þar sem bátarnir eru 108.  Ein helsta krafa svæðisfélaganna er að tryggðir verði 48 veiðidagar á strandveiðum.

Deila: