-->

Vilja vernda gömul skip og báta

Þingmennirnir Sigurður Páll Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Elvar Eyvindsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorsteinn Sæmundsson, Ásmundur Friðriksson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu sem felur mennta- og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum.

Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar, nr. 80/2012. Í starfshópnum eigi sæti fulltrúar frá félagasamtökum er sinna verndun skipa og báta, fulltrúar frá greinum sjávarútvegsins og fulltrúar héraðssafna auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands. Starfshópnum verði jafnframt falið að finna fjárstreymis- eða fjáröflunarleiðir til verkefnisins og móti reglur um meðhöndlun fjármagnsins. Starfshópurinn skili úttekt sinni og tillögum til mennta- og menningarmálaráðherra innan árs frá samþykkt tillögu þessarar. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins.

Þá hafa þingmennirnir Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson og Oddný G. Harðardóttir endurflutt tillögu um að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að stofnaður verði sjóður sem hafi það hlutverk að halda við og varðveita gömul skip og báta. Sjóðurinn njóti árlegra framlaga af fjárlögum auk þess sem stuðlað verði að þátttöku starfsgreina sjávarútvegsins í verkefninu. Sjóðurinn starfi á grundvelli áætlana sem gerðar verði til fimm ára í senn og reglur um úthlutanir til verkefna, varðveislugildi o.fl. komi fram í samþykktum sjóðsins. Forsætisráðherra flytji Alþingi tíðindi af framgangi ályktunarinnar fyrir þinglok vorið 2020.
Frétt og mynd af bb.is

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...