
Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi
„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeldisfyrirtækja er að færast upp til norðanverðra Vestfjarða og þar verður starfsemi fyrirtækjanna álíka öflug og á sunnanverðum Vestfjörðum.“
Þetta sagði Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í þættinum Landsbyggðum á N4, sem sýndur var í gærkvöld. Hann segir að fiskeldið fyrir vestan hafi örugglega átt sinn þátt í því að verð á fasteignum hafi hækkað á undanförnum árum fyrir vestan.
„Við horfum til þess að fiskeldið í Ísafjarðardjúpi verði í framtíðinni 30 til 50 þúsund tonn, sem þýðir 30 til 50 milljarða í útflutningsverðmæti og það munar nú um minna á þessum tímum.“
Tengdar færslur
Ágætur afli
Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...
Álaveiðar mögulegar sem búsílag
Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...
Einfalda löggjöf um áhafnir skipa
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...