Vill niðurfellingu strandveiðagjalds

99
Deila:

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um Fiskistofu – niðurfellingu strandveiðigjalds.  Auk hennar er flutningsmaður að frumvarpinu Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið voru greidd atkvæði um það og því vísað til atvinnuveganefndar. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda:

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.

„Útgerðir strandveiðibáta eru lítil fyrirtæki og hafa einungis tekjur af strandveiðum fjóra mánuði á ári. Á því tímabili mega útgerðir einungis gera bátana út 12 daga í hverjum mánuði, eða alls í 48 daga. Strandveiðar við Ísland hafa þó fest sig í sessi og þær skila sínu til þjóðarbúsins eins og framangreindar tölur gefa til kynna. Bæði reynsla og allar tölur sýna að mannlíf í höfnum sjávarbyggða allt umhverfis landið væri vart svipur hjá sjón ef þessa útvegs nyti ekki við. 


Strandveiðigjaldið svokallaða er sértækur skattur sem lagður er á einn útgerðarflokk umfram aðra. Engin sambærileg gjöld eru lögð á skip sem stunda aðrar veiðar en strandveiðar. Þetta felur í sér ójafnræði í ljósi þess að eigendur strandveiðibáta greiða lögbundin hafnargjöld eins og aðrir. Því er með þessu frumvarpi lagt til að ákvæði um strandveiðigjaldið í lögum um Fiskistofu verði fellt brott.“ 

 

Deila: