-->

Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður í Hafnarfirði og megináhersla lögð áfram á ýsuvinnslu fyrir Bandaríkjamarkað.

Gangi kaupin eftir mun Hólmasker að uppistöðu kaupa ýsu á markaði til vinnslunnar auk þess að kaupa hluta af ýsu af Vinnslustöðinni og öðrum á markaðsverði.

„Mestöll ýsa sem skip Vinnslustöðvarinnar færa að landi hefur annað hvort verið seld á markaði hérlendis eða flutt úr landi í gámum. Ýsan yrði eftir kaupin að hluta flutt frá Eyjum til Hafnarfjarðar og unnin þar.  Hér yrði því stuðlað að því að efla fiskvinnslu á Íslandi,“ segir í frétt frá Vinnslustöðinni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...