Vinnslustöðin og Huginn framúrskarandi fyrirtæki 2021

91
Deila:

Vinnslustöðin hf. er í 45. sæti og Huginn ehf. er í 71. sæti á lista alls 853 framúrskarandi fyrirtækja 2021 sem Creditinfo hefur birt.

Hvort fyrirtæki hefur verið á þessum lista níu sinnum frá 2012 til 2021, Vinnslustöðin var ekki í þessum hópi 2013 og Huginn var þar ekki 2016.

Einungis tvö af hverjum hundrað fyrirtækja á Íslandi uppfylla skilyrði fyrir því að teljast framúrskarandi samkvæmt eftirfarandi skilyrðum Creditinfo:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3.
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt.
  • Fyrirtækið hefur skilað ársreikningi til ríkisskattstjóra undanfarin þrjú ár.
  • Fyrirtækið er „virkt“ samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
  • Rekstrartekjur voru að minnsta kosti 50 milljónir króna á ári síðustu þrjú ár.
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður síðustu þrjú ár.
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár.
  • Eiginfjárhlutfall að minnsta kosti 20% síðustu þrjú ár.
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár.
Deila: