Vírarnir hjá Cuxhaven strekktir

103
Deila:

Hinn glæsilegi hátækni frystitogari Cuxhaven NC 100, sem er í eigu DFFU í Bremerhaven, kom frá Þýskalandi nýlega og lagðist að Skarfabakka við Hampiðjuna með þrjú ný togvírakefli á trolldekkinu.

Togvírakeflin voru tekin í  land og vírarnir strekktir inn á togvindur skipsins með vírastrekkitæki Hampiðjunnar á Skarfabakka. Með því að nota vírastrekkingarþjónustu Hampiðjunnar röðuðust togvírarnir mjög jafnt og þétt inn á togspilin og því hverfandi líkur á því að togvírarnir skemmist í notkun og slitni að óþörfu og þeir munu því endast umtalsvert lengur við togveiðarnar.

„Þá var það mikill kostur að skipið lá með skutinn upp að bakkanum og röðuðust togvírarnir því beint inn á togspilin en ekki með hliðarátaki í gegnum aukablakkir ef vírarnir hefur verið  teknir inn frá hlið skipsins.

Hampiðjan keypti nýlega aðra vírastrekkivél til landsins sem mun auka sveigjanleika þjónustunnar verulega kringum landið á næstunni. Nú er unnið að því af fullum krafti að ljúka frágangi á undirstöðunum fyrir strekkitækin á Akureyri og í Neskaupstað.

Aðstaðan á Akureyri verður tilbúin til notkunar í næstu viku og í Neskaupstað í einhverjum vikum síðar.  Strekkiþjónustan verður með samskonar sniði og þegar er til staðar í Reykjavík og í Vestmannaeyjum,“ segir í frétt frá Hampiðjunni.
https://youtu.be/Kkny9EkYpMY

 

 

 

Deila: