Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

92
Deila:

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða til framfara á hafnarsvæðinu.

Faxaflóahafnir hvetja almenning  og fyrirtæki á hafnarsvæðinu til að senda inn í gegnum ábendingarkerfið það sem betur má fara. Ábending getur verið hrós, kvörtun eða upplýsingar um eitthvað sem getur valdið slysahættu á umráðasvæði fyrirtækisins. Dæmi um ábendingu: Holur í malbiki, lausar hellur, vitlausir reikningar, mengun í sjó, óþrifnaður á svæðum, að ljós vanti í ljósastaura, umhverfis- og öryggisreglum sé ekki framfylgt, hrós um vel unnin störf o.s.frv.

Fyllsta trúnaðar er gætt í meðferð allra ábendinga og er þeim forgangsraðað eftir mikilvægi.

 

Deila: