-->

VSV fagnar Fishmas-hátíðinni!

Björn Matthíasson, framkvæmdastjóri VSV Seafood Iceland, sölufyrirtækis Vinnslustöðvarinnar, situr í verkefnisstjórn nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenskar sjávarafurðir í Bretlandi undir yfirskriftinni Seafood from Iceland. Að verkefninu standa Íslandsstofa, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og á fjórða tug fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, tækni og þekkingarmiðlun.

Bretlandseyjar eru fyrsta markaðssvæðið sem tekið er fyrir og þar er byrjað að kynna íslenskt sjávarfang á samfélagsmiðlum, meðal annars með myndbandi sem auglýsingastofan Brandenburg gerði. Yfirskrift þess er Fishmas og sögumaður er Stuðmaðurinn og leikarinn Egill Ólafsson í hlutverki Father Fishmas. Þarna er á gamansaman hátt sögð saga með undirliggjandi tilvísun í jólin, ævintýraheim með Harry Potter-ívafi og fleira.

Vísað er til þess að íslenskur fiskur sé hollur matur, eigi uppruna sinn í hreinum sjó í heilnæmu umhverfi og að fiskistofnar við Ísland séu nýttir á sjálfbæran hátt.

Markaðsherferðin er liður í viðleitni íslensks sjávarútvegs til að þyngja sókn á erlendum mörkuðum og auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki, Seafood from Iceland.

Norðmenn hafa um árabil gert nákvæmlega þetta með góðum árangri, það er að segja að kynna sjávarafurðir sínar á erlendum mörkuðum sameiginlega með einu upprunamerki sem greiðir svo leið einstakra fyrirtækja til að kynna og selja afurðir sínar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...

thumbnail
hover

Líf og fjör í Norðfjarðarhöfn

Það hefur svo sannarlega verið mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn síðustu dagana. Veiðiskip koma og fara og flutningaskip koma o...