-->

Ýsa að hætti Miðjarðarhafs

Nú skulum við elda ýsu og nota við það aðferð sem runnin er upp í löndum við Miðjarðarhafið. Þetta er hollur og bragðgóður réttur og þó mikið af innihaldi sé í sósunni, er hann fremur auðveldur í matreiðslu.

Innihald:

Sósan

1 msk. ólívuolía

1 bolli af söxuðum lauk

3 hvítlauksgeirar, marðir

¼ tsk. rauðar piparflögur

½ bolli saxaður fennika

1 dós, um 800g af afhýddum tómötum og safinn

¾ bolli fersk basilíka, fínt söxuð

½ bolli þurrt hvítvín

¼ bolli svartar steinlausar ólífur, skornar í tvennt

Sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

Fiskurinn:

4 ýsubitar um 180g roð- og beinlausir

Matarolía til steikingar

Sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

1 msk. ólífuolía

Aðferðin:

Sósan:

Hitið olíuna í stórum potti þar til hún er orðin snarpheit. Bætið þá út í lauk, hvítlauk og rauðu piparflögunum og látið krauma um stund eða í um 5 mínútur. Bætið þá fennikunni út í og látið krauma þar til hún er orðin mjúk. Lækkið þá hitann og bætið tómötunum út í. Merjið tómatana og hrærið vel í og látið sjóða í 5 mínútur í viðbót. Bætið þá basilíkunni, víninu, ólífunum, 1 tsk. af salti og möluðum pipar á hnífsoddi. Lækkið hitann og látið sósuna malla í um 15 mínútur eða þar til hún hefur þykknað.

Fiskurinn:

Þurrkið fiskistykkin og penslið þau með olíu og kryddið með salti og pipar. Steikið þau í snarpheitri olíu um 3-5 mínútur á hvorri hlið. Tíminn fer nokkuð eftir þykkt stykkjanna. Jafnið sósunni á fjóra diska og færið fiskstykkin upp á þá. Gott gæti verið að hafa nýtt brauð með og glas af hvítu eða rauðu víni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...