-->

Ýsa á einfaldan hátt

Nú bjóðum við upp á einfaldan og hollan fiskrétt, þó hollustan sé ekki alltaf efst á lista hjá okkur þegar kemur að góðum mat. Þessi réttur er tiltölulega einfaldur og auðveldur í eldamennsku. Rétt er þó að benda á ótvíræða hollustu fiskneyslu og fjölbreytt jákvæð áhrif hennar á heilsufar og gáfur.

Innihald:
3 græn epli
1 græn paprika
6-7 sneiðar beikon
smjör
ýsa, 800g í hæfilegum bitum
hveiti
pipar
salt
Aðferð:
1 stk. Camembert-ostur, rifinn
Afhýðið eplin og skerið í bita. Skerið einnig paprikuna í bita.
Beikonið er skorið í 3-4 bita (hver sneið) og steikt í smjöri þar til það er glært.
Skerið ýsuflakið í litla bita og veltið því upp úr hveiti, pipar og salti. Steikið við vægan hita.
Allt er síðan látið í eldfast mót og Camembert-ostur er látinn í litlum bitum hér og þar ofan á.
Yfir allt er síðan dreift rifnum osti.
Hitið í 20-30 mínútur við 180°c
Gott er að hafa hrísgrjón með þessum rétti, en að sjálfsögðu ber hver og einn fram meðlæti að eigin vali og óskum. Sama á væntanlega við um drykki með matnum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...