Ýsa í tómat- og basilíkusósu

Deila:

Ýsan er alltaf í uppáhaldi hjá okkur Íslendingum og því eðlilegt að birta með jöfnu millibili uppskriftir að ýsuréttum. Þessi réttur er einfaldur,, hollur og góður eins og flestir fiskréttir. Svo er bara að fara að ráleggingum embættis landlæknis og borða fisk að minnsta kosti tvisvar í viku. Það gerir okkur öllum gott.

Innihald:

4 bitar úr ýsuflaki, roð og beinlausir, um 180g hver

1 msk. ólífuolía

1 laukur, smátt sneiddur

1 lítið eggaldin, um það bil 250g skorið í bita

½ tsk. paprikuduft

3 hvítlauksgeirar, marðir

1 400g dós af brytjuðum tómötum

1 tsk. púðursykur

8 stór basilíkulauf  auk nokkurra til viðbótar til skrauts

Aðferð:

Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið laukinn og eggaldinið. Eftir nokkrar mínútur byrjar grænmetið að brúnast. Setjið þá lok á pönnuna og látið grænmetið krauma í eigin safa í um 6 mínútur.

Bætið þá paprikunni, hvítlauknum, tómötunum og sykrinum út á og kryddið með ½ tsk. af salti. Látið malla í 8-10 mínútur og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni.

Dreifið basilíkublöðunum yfir blönduna og leggið ýsubitana ofaná. Lokið pönnunni og látið malla í 6-8 mínútur, eða þar til ýsan er gegnelduð. Rífið nokkur blöð af basilíku smátt og dreifið yfir. Berið fram með fersku salati og brauði að eigin vali.

 

Deila: