-->

Ýsa með hvítlauk og kapers

Ýsa er líklega vinsælasti matfiskur okkar Íslendinga, enda bragðgóður og fallega hvítur fiskur. Hana má matreiða á milljón vegu og gott af hafa einhver tilbrigði í matreiðslunni. Hér kemur uppskrift að einfaldri og bragðgóðri ýsu fyrir fjóra.

Innihald:

600g ýsuflök, roð- og beinlaus

¼ bolli hveiti

sítrónupipar

4 msk. ósaltað smjör

2 msk. extra virgin ólífuolía

1 msk kapers

2 geirar af hvítlauk marðir

¼ bolli þurrt hvítvín

½ sítróna

2 msk. fersk steinselja, fínt söxuð

sjávarsalt

nýmalaður pipar

Aðferð:

Skerið ýsuna í fjóra jafna bita og kryddið með sítrónupiparnum. Setjið hveitið í lokanlegan poka og fiskinn í pokann og hristið þar til bitarnir eru orðnir vel húðaðir.

Bræðið 3 msk. af smjöri á góðri pönnu á miðlungshita.

Þegar smjörið er orðið hæfilega heitt fara fiskbitarnir á pönnuna í um það bil 3-5 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt og þegar þeir eru orðnir fallega gullnir.

Takið fiskinn af pönnunni og haldið heitum. Lækkið hitann undir pönnunni niður fyrir miðlungs hita. Bætið kapersinum, hvítlauknum og hvítvíninu út í og hrærið vel í til að skrapa upp leifar af botninum. Látið sjóða nokkuð niður og kreistið þá safann úr sítrónunni úr og og hrærið loksins einni msk. af smjöri út í til að mýkja sósuna. Hrærið þá steinseljunni saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Færið fiskinn upp á fjóra diska og jafnið sósunni yfir. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...