Ýsa með marmelaði og sinnepi

177
Deila:

Nú er nóg af góðum fiski að fá, enda stendur vertíð yfir. Við leggjum til að lesendur nái sér í glænýja ýsu og eldi hana á óvenjulegan hátt til tilbreytingar með blöndu af appelsínumarmelaði og Dijon sinnepi. Þetta er uppskrift sem líklega er okkur Íslendingum framandi, en rétturinn er bæði bragðgóður og hollur. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:

800g ýsuflök, roð- og beinlaus
½ bolli appelsínumarmelaði
4 msk. Dijon sinnep
1 msk. sítrónusafi
2 msk. hvítvín
salt og pipar
1 msk. fersk basilíka söxuð
½ tsk. rauðar piparflögur
olía til steikingar

Aðferð:

Skerið fiskinn í fjóra jafnstóra bita. Notið góða stóra pönnu og hitið olíuna á henni  svo hún verði snarpheit.
Blandið saman öllu innihaldi öðru en fiskinum í stóra skál og veltið fiskbitunum upp úr blöndunni. Færið fiskinn síðan yfir á pönnuna og ausið smávegis af blöndunni yfir hann. Steikið fiskinn fyrst í 3-5 mínútur og snúið honum þá við og steikið áfram í sama tíma og hellið aðeins af blöndunni  yfir.

Þegar fiskurinn er tilbúinn er hann færður upp á fjóra diska og afganginum af blöndunni jafnað yfir. Fiskurinn er borinn fram góðum hrísgrjónum og salati að eigin vali.

 

Deila: