-->

Ýsa með ólífum og sólþurrkuðum tómötum

Nú borðum við ýsu enda er hún bæði fallegur og bragðgóður fiskur. Fátt er betra en góður fiskur. Þessi uppskrift er hæfileg fyrir fjóra, en hafa ber í huga að uppskriftir eru leiðbeiningar um matseld, en ekki ófrávíkjanleg fyrirskipun:

Innihald:

800 gr. ýsuflök
sítrónupipar
20 til 30 grænar ólífur skornar í sneiðar
hálfur hvítlaukur, saxaður
1 sneiddur laukur
Nachos ostaflögur, tveir hnefar
hálf krukka af fetaosti með ólífum og sólþurrkuðum tómötum
tvær krukkur af Casa Fiesta Mild Taco sósa, 225 gr. hvor
rifinn ostur að eigin vali
sýrður rjómi

Aðferð:

Við tökum hæfilegt eldfast mót, setjum olíu í botninn og röðum ýsunni í það í hæfilegum bitum. Kryddum með sítrónupipar og dreifum síðan ólífum, hvítlauk, lauk og fetaosti yfir. Loks myljum við flögurnar yfir fiskinn. Þá hellum við úr krukkunum yfir og jöfnum vel áður en osturinn er settur yfir.
Við sjóðum góð hrísgrjón meðan fiskurinn er í 180° heitum ofninum þar til osturinn er orðinn gylltur og ýsan hefur kraumað nægilega vel, um það bil 25 mínútur. Það fer svolítið eftir þykkt flakanna.
Svo er er bara að njóta góðs matar með þeim drykk, sem hver kýs. Gott er að hafa sojasósu og sýrðan rjóma með til bragðbrigða.
Verði ykkur að góðu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...