-->

Ýsa með þistilhjörtum

Nú er það ýsa, eða hvaða ferskur og góður hvítfiskur í matinn. Þetta er réttur með sérstöku ívafi þar sem þistilhjörtu eru áberandi. Þetta er í raun sannkallaður veisluréttur með rausnarlegu og fjölbreyttu meðlæti. Með því að helminga uppskriftina er svo kominn rómantískur kvöldverður fyrir elskendur á öllum aldri.

Innihald:
4  bitar af ýsu, þorski eða örðum hvítfiski, roð- og beinlausum, um 200g hver
3 msk. extra-virgin ólívuolía

Grænmestisblanda:
3 msk. extra-virgin ólívuolíal
8 meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
1 lítill rauðlaukur, saxaður
1 lítil rauð paprika skorin í sneiðar
1 dós þistilhjörtu, sem eru skorin í tvennt
1 bolli ferskir villisveppir, sneiddir
½ bolli kjúklingasoð
salt og nýmalaður svartur pipar

Sósa:
2 sítrónur
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
5-6 litlir sólskinstómatar, smátt skornir
½ bolli steinselja smátt söxuð
2 msk. extra-virgin ólífuolía
salt og pipar

Aðferðin:

Kryddið fiskinn með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu þar til hún er orðin snarpheit. Steikið fiskinn í olíunni á báðum hliðum í um 4 mínútur hvoru megin eða eftir þykkt bitanna. Reynið að fá þá fallega gyllta. Leggið þá til hliðar og haldið heitum.

Grænmetisblandan:

Hitið olíuna, 2 msk., á pönnu upp að miðlungshita. Þegar olían er orðin heitt eru kartöflurnar settar út á hana og steiktar í um þrjár mínútur. Bætið þá lauk, papriku og sveppum á pönnuna og látið krauma uns allt er orðið mjúkt. Bætið þá þistilhjörtunum út á. Kryddið með salti og pipar og bætið kjúklingasoðinu út á og látið malla þar til kartöflurnar eru örugglega soðnar. Hrærið 1 msk. af olíunni út í. Haldið blöndunni heitri og berið fram með fiskinum.

Sósan:

Kreistið safa úr einni og hálfri sítrónu í skál og gætið þess að engir steinar fylgi með. Skerið hálfa sítrónu í sneiðar og leggið í skálina. Bætið hvítlauk, tómötum og steinselju út í. Bætið þá 2 msk.  af olíunni út í, saltið og piprið og hrærið vel í öllu.

Skiptið grænmetisblöndunni á fjóra djúpa diska eða grunnar skálar. Leggið einn fiskbita ofan á blönduna í hverri skál. Jafnið síðan sósunni yfir og berið fram með salati og eða brauði að eigin vild. Glas af góðu víni gæti hæft með með þessum rétti.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Formennsku LHG í ACGF lokið

Tveggja ára formennsku Landhelgisgæslu Íslands í samtökum strandgæslna á norðurslóðum lauk á fjarfundi á föstudag. Strandgæslu...

thumbnail
hover

Arctic Fish flytur í gamla Pólshúsið

Arctic Fish ehf. hefur tekið allt húsnæði að Sindragötu 10 á leigu til næstu ára. Fyrirtækið mun flytja þangað skrifstofur sín...

thumbnail
hover

LS semur við Morenot

Landssamband smábátaeigenda hefur gert samning við Morenot (Sjóvélar) um afslátt til félagsmanna á vörum í netverslun fyrirtækis...