Fimm skip við loðnuleit

201
Deila:

Nú eru fimm skip að byrjuð leit og mælingar á loðnustofninum. Þremur skipanna, RS Árna Friðrikssyni, Hákoni EA og Polar Amaroq er ætlað að sjá um magnmælingar meðan að tvö skip, Bjarni Ólafsson AK og Ásgrímur Halldórsson SF, eru nokkurskonar undanfarar og er ætlað að afmarka dreifingu loðnunnar á útjöðrunum svo hægt sé að ná mælingu á sem skemmstum tíma.

Hægt er að fylgjast með framgangi leiðangursins á vef Hafrannsóknastofnunar.

 

Deila: