Fiskistofa kynnir rafræna afladagbók

449
Deila:

Fiskistofa hefur látið smíða, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og hugbúnaðarfyrirtækið Stokk, smáforritið Afladagbókina. Innleiðing á notkun smáforritsins fyrir snjalltæki í stað afladagbóka á pappír hefst á næstunni.

Stærri skip skila rafrænum afladagbókum til Fiskistofu en flestallir smábátar hafa skilað afladagbókum á pappír.

Hægt er að sækja forritið í App Store og Play Store í snjalltækjum en beðið er eftir reglugerð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um notkun smáforritsins áður en hún getur hafist.

Afladagbókin virkar þannig að eingöngu þarf að vera í síma- eða netsambandi  við upphaf og lok veiðiferðar.  Afladagbókin skráir sjálfkrafa staðsetningu bátsins við veiðar og skipstjórnarmenn skrá afla, ástand hans og meðafla með einföldum hætti í forritinu.

„Fáum blandast hugur um að með tilkomu appsins er stigið stórt framfaraskref sem felur í sér bætta yfirsýn og vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórnarmenn sem og stjórnsýslu.

Hægt er að hlaða niður aflaskráningarappinu í gegnum App Store og Play Store. Það heitir þar Afladagbókin,“ segir í frétt á heimasíðu Fiskistofu.

Sjá nánari leiðbeiningar um virkjun appsins og notkun þess

Formleg innleiðing á notkun hefst í kjölfar þess að reglugerðarbreytingar taka gildi.

Sjá kynningarmyndband hér

 

Deila: